Skráning í rútuferð fyrir leik ÍA og KA 10. september

Skráning er hafinn fyrir næsta leik okkar gegn Skagamönnum. Leikurinn fer fram sunnudaginn 10. september.

Mikið er í húfi fyrir bæði lið en segja má að þetta sé síðasti séns Skagamanna til þess að reyna bjarga sér frá falli. Síðustu tveir sigrar hafa lift okkar mönnum í 6. sæti, einungis tveimur stigum frá KR sem situr núna í evrópusæti og viljum við halda pressu evrópusætið áfram.

Hver fer að verða síðastur til þess að upplifa alvöru Pepsi útileik og hvetjum við alla sem hafa tök á að skrá sig.

Almennt gilda sömu reglur og áður. Þeir sem eiga Schiöthara ársmiða fá forgang í ferðir en annars gildir fyrstur kemur fyrstur fær en reynt verður eftir fremsta megni að koma öllum áhugasömum með. Við erum stolt af því að geta sagt að ávalt höfum við komið öllum áhugasömum með okkur og hvetjum við því alla til þess að skrá sig og vonum að það verði engin undantekning núna.

Lagt verður af stað klukkan 11:00 frá KA heimilinu og kostar ferðin einungis 2.000 -kr og fylgir því rúta fram og til baka, miði á leikinn og söngvatn.

Vonumst til að sjá sem flesta!

#LifiFyrirKA
#ÁframKA

Skráning í rútuferð á leik Víkings R og KA sunnudaginn 20.08.17

Það er komið að næsta útileik okkar manna þegar við heimsækjum Víkinga í Fossvoginum sunnudaginn næstkomandi. Eftir tap ÍBV gegn Víkingum frá Ólafsvík er staðan þannig að við erum 5 stigum frá falli og því mun hvert stig verða gífurlega mikilvægt í baráttunni um að halda sér í Pepsi deildinni.

Schiötharar hafa enn sem komið er mætt á alla leiki KA og gildir þá einu hvort um heima- eða útileik sé að ræða. Það skal engin breyting verða á því eftir leikinn gegn Víkingum þar sem við ætlum að fylla rútu til að styðja strákanna til sigurs.

Lagt verður af stað klukkan 12:00 frá KA heimilinu og kostar ferðin litlar 2.000 -kr. Eins og vanalega er miði á völlinn og söngvatn innifalið og fá þeir sem eiga Schiöthara ársmiða forgang fram yfir aðra.

Við vonum að sjá sem flesta.

#LifiFyrirKA

Skráning í rútuferð á leik Fjölnir og KA

Tæpur mánuður er síðan KA spilaði sinn síðasta útileik og því eflaust flestir orðnir þyrstir í góðan útileik. Það er óþarfi að bíða mikið lengur því við eigum sannkallaðan 6 stiga útileik gegn Fjölni næstkomandi miðvikudag klukkan 18:00 og eins og vanalega ætlum við að senda bíl með öflugustu stuðningsmönnum deildarinna.

Ferðin verður með sama sniði og vanalega.

Lagt verður af stað klukkan 12:00 frá KA heimilinu og keyrt aftur heim um leið og leik lýkur.

Áfram verða einungis 14 sæti laus og gildir nú sú regla að bakverðir taka ávalt sæti þeirra sem ekki eru skráðir bakverðir en eins og vanalega viljum við reyna redda öllum þeim sem hafa áhuga á að fara með okkur.

#LifiFyrirKA
#ÁframKA

Skráning í rútuferð á leik Grindavíkur og KA

Skráning er hafin rútuferð á leik Grindavíkur og KA.

 

Ferðin verður með sama sniði og vanalega.

Lagt verður af stað klukkan 10:00 frá KA.

Áfram verða einungis 14 sæti laus og gildir nú sú regla að bakverðir taka ávalt sæti þeirra sem ekku eru skráðir bakverðir en eins og vanalega viljum við reyna redda öllum þeim sem hafa áhuga á að fara með okkur.

 

#LifiFyrirKA
#ÁframKA

Skráning í rútuferð á leik Vals og KA

Skráning er hafin rútuferð á leik Vals og KA.

Við viljum sérstaklega undirstrika þá breytingu sem tilkynnt var á Facebook síðu Schiöthara fyrir stuttu þar sem fram kom að nú munu þeir sem eru Schiöthara bakverðir hafa forgang í rútuferðir. Schiöthara bakverðir borga 3.000 -kr. á mánuði til félagsins og er það m.a. notað til þess að greiða niður slíkar ferðir.

Að öðru leiti ferðin með sama sniði og áður. Lagt verður af stað um 10:30 frá KA heimilinu og er áætlað að heimakoma sé uppúr klukkan 01:00. Ferðin kostar 2.000 -kr. og er innifalið miði á leikinn, ferð fram og til baka og söngvatn.

Áfram verða einungis 14 sæti laus og gildir nú sú regla að bakverðir taka ávalt sæti þeirra sem ekku eru skráðir bakverðir en eins og vanalega viljum við reyna redda öllum þeim sem hafa áhuga á að fara með okkur.

Við ætlum suður og þrýsta á toppinn áfram enda hefur liðið sýnt að það á fullt erindi í efri hluta deildarinnar.

#LifiFyrirKA
#ÁframKA

KA – ÍA, Upphitun

KA tekur á móti ÍA í 7. umferð Pepsideildarinnar í kvöld. Um mikilvægi leiksins þarf ekkert að fjölyrða. Allir leikir í Pepsideildinni eru reyndar mikilvægir en þessi er á þessum tímapunkti einkar mikilvægur. Þetta er heimaleikur og eins og allir heimaleikir gott tækifæri til að næla í 3 stig. Aukinheldur erum við að fara að sigla inn í erfitt prógram með útileik gegn Val, heimaleik gegn KR og útileik gegn Grindavík í næstu þremur umferðum. Því er þetta kjörið tækifæri til að styrkja stöðu okkar við toppinn áður en við leikum þessa erfiðu leiki. Auðvitað eru allir leikir í þessari deild erfiðir og skiptir engum togum staða liða á töflunni því það þarf að fara í alla leiki á fullu gasi.

Andstæðingurinn er okkur um margt kunnugur. Gunnlaugur Jónsson fyrrverandi þjálfari KA þjálfar liðið og Arnar Már Guðjónsson fyrirliði liðsins er auðvitað fyrrverandi leikmaður KA og  var fyrirliði á sínum tíma. Gengi skagamanna hefur ekki verið upp á marga fiska í sumar en liðið situr í 11. og næstsíðasta sæti deildarinnar með 3 stig og 4 mörk í mínus. Eini sigur þeirra í sumar kom reyndar á erfiðum útivelli þegar þeir skelltu ÍBV 1-4 í Eyjum. Skagamenn hafa skorað 13 mörk í deildinni til þessa svo markaskorun ætti ekki að vera vandamál og þeirra markahæstu leikmenn eru Tryggvi Hrafn Haraldsson og Þórður Þorsteinn Þórðarson með 3 mörk hvor. Þeirra þekktasti markaskorari, Garðar Bergmann Gunnlaugsson kemur fast á hæla félaga sinna með 2 mörk. KA hefur skorað einu marki meira en ÍA en aðeins fengið á sig 8 mörk sem skýrir mismunandi hlutskipti liðanna í deildinni.

Síðasti leikur ÍA var gegn Breiðabliki á Akranesi þar sem gestirnir fóru með sigur af hólmi. Leiða má líkur að því að Garðar Gunnlaugsson komi inn í byrjunarlið skagamanna en hann var veikur í leiknum gegn Blikum.

Búast má við því að KA stilli upp svipuðu byrjunarliði og í síðasta leik sem vannst örugglega á Ólafsvík með þrennu frá Emil Lyng og marki frá Elfari Árna Aðalsteinssyni. Fyrirliði okkar Guðmann Þórisson er enn meiddur og óvíst er um endurkomu hans.

Síðasti leikur þessara liða var í undanúrslitum Lengjubikarsins árið 2015 þar sem KA tryggði sig áfram með sigri eftir vítaspyrnukeppni. Liðin hafa alls mæst 47 sinnum í öllum keppnum. KA hefur unnið 7 sinnum, 11 sinnum hafa liðin gert jafntefli en skagamenn hafa 29 sinnum haft betur.

Skagamenn eru svo sannarlega sýnd veiði en alls ekki gefin. Það búast flestir við sigri KA á heimavelli en það verður fróðlegt að sjá hvernig KA-menn standast þá pressu að teljast líklegri aðilinn og hvernig okkar mönnum gengur að stýra leiknum.

Túfa og strákunum hefur verið tíðrætt um mikilvægi stuðningsfólks okkar í sumar en stuðningurinn hefur verið hreint út sagt frábær. Við getum þó betur og eigum helling inni. Þetta er fyrsti leikur KA í sumar sem verður ekki í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport – hreint ótrúleg staðreynd – og næstu þrír leikir verða í beinni svo ef þú ætlar einhverntímann á völlinn er þetta rétti leikurinn.

Mætum öll, mætum gul, mætum glöð, tökum með okkur einn eða tvo, skemmtum okkur saman og sækjum 3 stig á morgun. Leikurinn hefst kl. 19.15 en boðið verður upp á grillaða hamborgara klukkutíma fyrir leik.

Schiötharar byrja í Njálsbúð kl. 17 og eru allir velkomnir.

Sjáumst á vellinum og áfram KA!

Vikingur Ó – KA Rútuferð

Skráning er hafin í rútuferð á leik okkar manna gegn Víkingum frá Ólafsvík mánudaginn 5. júní.

Skráningin verður með sama sniði og áður þar sem 14 sæti eru laus og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Við hvetjum alla til að skrá sig á biðlista fari svo að fullt verði í ferðina.

Lagt verður af stað frá KA klukkan 11:00

Ferðin kostar áfram litlar 2000 -kr. og er innifalið í því rúta fram og til baka, miði á leikinn og söngvatn.

Við hvetjum alla til að skella sér til Ólafsvíkur og styðja stráka til sigurs!

Sorry allt fullt!

Endilega skráðu þig á biðlista og við reynum að redda öllum !